Verklag

Tilgangur verklags

  • Að tryggja að börn (0-18) sem eru í umsjá foreldris sem glímir við alvarleg veikindi og foreldris sem andast fái upplýsingar, stuðning og eftirfylgni.
  • Að tryggja sjálfstæðan rétt barna sem aðstandenda.

Verklagið er ætlað

  • Heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir skjólstæðingum sem eiga börn undir lögaldri.
  • Stjórnendum heilbrigðisstofnana sem sinna skjólstæðingum sem eiga börn undir lögaldri.
  • Börnum sem eru aðstandendur foreldra sem glíma við geð-, fíkni- eða illvíga líkamlega sjúkdóma og þegar foreldri deyr. Gildir einnig um stjúp- og fósturbörn.
  • Skjólstæðingum sem glíma við geðsjúkdóma, fíknisjúkdóma eða illvíga líkamlega sjúkdóma og ef foreldri deyr.

Tillaga að verklagi

Við andlát foreldris

Við veikindi foreldris

Hér að neðan eru tillögur að umræðupunktum sem heilbrigðisstarfsmaður getur haft til hliðsjónar þegar kanna skal stöðu og líðan barns og fjölskyldu.

  • Skrá þarf í sjúkraskrá aldur og fjölda barna sem skjólstæðingurinn hefur umönnunarskyldur gagnvart og/eða búa á heimili. Gildir um líffræðileg börn, fósturbörn, stjúpbörn.
  • Í neyðar– og bráðatilfellum til dæmis Þegar slys eða óvænt dauðsföll verða, ber heilbrigðisstarfsmönnum skylda til að sjá til þess að barn á heimili sjúklings fái vernd og umönnun frá öðrum fullorðnum einstaklingi og skrái það í sjúkraskrá.
  • Eftir að andlát er tilkynnt á heilsugæslustöð skal það skráð í sjúkraskrá barns

Hlekkir á gagnleg úrræði 

Okkar heimur - er fyrir börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda

Sorgarmiðstöð - stuðningur við syrgjendur

Þegar foreldri deyr - ráðgjöf og stuðningur fyrir skóla og heilsugæslu frá Krabbameinsfélaginu.