Hlutverk og ábyrgð heilbrigðisstofnana

Hlutverk og ábyrgð verklags eiga við heilbrigðisstarfsfólk og stjórnendur á heilbrigðisstofnunum

Heilbrigðisstarfsfólk

  • Heilbrigðisstarfsmaður sem ber ábyrgð á meðferð skjólstæðings ber einnig ábyrgð á að kanna hvort barn sé í umsjá skjólstæðings. Hann kannar þarfir barns fyrir þjónustu og til dæmis býður að tengiliður barns sé virkjaður. (samkvæmt samþættingarlögum)
  • Mæta þörfum barna fyrir upplýsingar, stuðning og eftirfylgd.
  • Þarf að þekkja lög og viðbrögð sem gilda um börn sem aðstandendur.

 

Stjórnendur

  • Bera ábyrgð á að upplýsa starfsmenn, innleiða verklag og bregðast við ef verklagi hefur ekki verið fylgt.
  • Samræma og skipuleggja vinnuna hjá stofnuninni og/eða útnefnir þann sem samræmir og skipuleggur vinnuna.
  • Tryggja að verkferlum sé framfylgt.
  • Hafa yfirsýn yfir úrræði og leiðir sem nýtast barninu og fjölskyldunni innan og utan stofnunar.
  • Hafa þekkingu á þörfum og aðstæðum barna sem eru aðstandendur og sinni fræðslu, ráðgjöf og handleiðslu við aðra starfsmenn.
  • Sjá um að íhlutun um barnið fari inn í aðrar áætlanir um þjónustu við fjölskylduna.
  • Sjá til þess að samstarf sé við aðrar stofnanir.