Æskilegast er að foreldrar sjái um samtalið sé þess kostur og ákveði sjálf hvort viðvera heilbrigðisstarfsmanns sé nauðsynleg. Ef foreldri óskar eftir nærveru heilbrigðisstarfsmanns er gott að ákveða fyrir fram hvaða hlutverk heilbrigðisstarfsmaður hefur. Góður undirbúningur og stuðningur við foreldra er grunnur að árangursríku samtali.
Atriði sem hægt er að hafa í huga þegar undirbúa á samtal með barni
- Skipuleggja viðtalið, til dæmis ákveða hver segir hvað, hvernig erfiðir hlutir eru ræddir eins og veikindi foreldra, einkenni og batahorfur
- Séu fleiri börn á heimili þarf að gæta að ólíkum þörfum og sérstöðu hvers barns, sem og aldri og þroska
- Útskýrið af hverju samtalið er, hvað gerist í samtalinu og hve lengi það varir
- Leitist við að spyrja opinna spurninga: hvenær, hvaða, hver
- Notið frekar lokaðar spurningar, með já/nei svari til að fá fram ákveðin atriði
- Spyrjið barnið hvað það veit nú þegar, hvað það hefur upplifað
- Kannið hvort það sé eitthvað annað sem barnið vill fá að vita eða hefur áhyggjur af
Atriði sem mikilvægt er fyrir barn að vita
Upplýsingar um veikindi foreldra
- Í hverju felst meðferð og umönnun á veikindum foreldra
- Hve lengi varir meðferð/sjúkrahúsvist
- Hvaða áhrif hafa veikindin á foreldrið, fjölskylduna og barnið
- Hvernig samveru með foreldri verður háttað á stofnun eða heima
Barn þarf að vita um sínar eigin aðstæður
- Hver eru eðlileg viðbrögð og líðan barns sem á veikt foreldri
- Að veikindin séu ekki barninu að kenna
- Að það sé ekki á ábyrgð barnsins að foreldrið verði frískt aftur
- Að barnið megi halda sinni rútínu svo sem gera eitthvað skemmtilegt, hitta vini, stunda áhugamál þrátt fyrir veikindi foreldra
- Að barnið viti til hvers það geti leitað til að tala um erfiða hluti
Mikilvægt er að hafa í huga
- Börn þurfa upplýsingar um hvað er að gerast og ramma í kringum þau eins og kostur er
- Börn þurfa að fá að taka þátt – samtal og hlustun og hafa tækifæri til að deila sinni líðan og áhyggjum
- Börn mega sjá áhyggjur og sorg hinna fullorðnu
- Börn þurfa huggun, hughreystingu og skilning á að þrátt fyrir erfiðleika og veikindi séu þau ekki ein
- Börn þurfa stuðning og aðstoð annarra í fjölskyldu og nærumhverfi svo sem skóla, vinir, aðrir stuðningsaðilar
- Börn þurfa að halda rútínu eins og mögulegt er
- Að foreldrar fái aðstoð
Mat á ofangreindum þáttum mun gefa vísbendingar um hvernig barni líður og hvort og hvernig við bregðumst við.