Umbúnaður rúms, hækkun undir höfði og reifun ungbarns

Mikilvægt er að hafa í huga að allur umbúnaður rúms þarf að uppfylla gildandi staðla til að koma í veg fyrir slys. Ef vaggan eða rúmið uppfylla gildandi staðla um öryggi og búið er um rúmið á öruggan hátt og það rétt staðsett, er barnið öruggt. 

Ungbarn á ávallt að sofa á bakinu.  Barnið á að liggja efst í vöggunni, ekki til fóta og aldrei má troða endanum á sænginni undir dýnuna neðst í vöggunni/ungbarnarúminu.