Kynheilbrigði

Aðgangur að fræðsluefni heilsuverndar skólabarna er háður aðgangsorði.

Til að fá aðgang að fræðsluefninu vinsamlegast hafið samband við fagstjóra heilsuverndar skólabarna asa.sjofn.lorensdottir@heilsugaeslan.is

Fræðsluefni samkvæmt skipulagi

6. bekkur

Kynþroskafræðsla 

Markmið:

  • Börnin þekki hugtakið kynþroski og þær breytingar sem verða á líkamanum við hann
  • Börnin þekki hugtökin kynhneigð og kynvitund
  • Börnin þekki hugtakið kynferðisofbeldi og viti hvar hjálp sé að finna ef þau hafa orðið fyrir erfiðri reynslu

9. bekkur

Kynheilbrigði 

Markmið:

  • Nemendur þekki og skilji hugtökin sjálfsvirðing, kynlíf, kynmök, fóstureyðing og nauðgun. 
  • Nemendur verði færir um að ræða sín á milli um málefni sem snerta kynlíf
  • Nemendur viti hvað getnaðarvarnir eru og þekki þær helstu
  • Kunni að nota smokkinn og viti að hann er eina getnaðarvörnin sem minnkar líkur á kynsjúkdómum
  • Þekki neyðargetnaðarvörnina og viti hvar má fá hana
  • Nemendur viti hvað kynsjúkdómar eru, þekki smitleiðir þeirra og einkenni
  • Viti hvernig forðast má kynsjúkdómasmit
  • Viti hvert eigi að leita ef grunur er um kynsjúkdómasmit