Aukið heilsulæsi - skjólstæðingur tekur málin í sínar eigin hendur
Samtal um áhrifaþætti við skjólstæðing og hvernig hægt sé að hafa áhrif á framvindu heilsuvandans og viðhalda lífsgæðum og draga úr framvindu sjúkdómsins.
Vinna markvisst með áhrifaþætti sem hafa áhrif á lífsgæði og framvindu sjúkdóma eins og mataræði, líkamlega virkni, andlega færni og líðan, svefn, tóbaksnotkun, áfengisvenjur og lyfjanotkun.
Þetta eru einnig þættir sem eru í nokkuð föstum skorðum hjá flestum. Því getur það verið áskorun að breyta hegðun, sér í lagi ef það á að vera til frambúðar.
Gott er að bregðast við og nýta styrkleika viðkomandi til að takast á við ofangreinda þætti.