Heilbrigði tanna skiptir miklu máli fyrir almenna heilsu og vellíðan fólks og fleiri halda eigin tönnum lengur.
Með hækkandi lífaldri fækkar tönnunum en ákveðinn lágmarksfjöldi eigin tanna í hvorum gómi, sem miðast við 10 tennur, tryggir alla jafna viðunandi tyggingarfærni og tjáningu.
Greiðsluþátttaka
Spyrja skjólstæðing hvort hann sé með heimilistannlækni (niðurgreitt af SÍ) og hvað hann heitir.
Einnig ætti að spyrja skjólstæðing hvort hann fari reglulega til tannlæknis (ferðu oftar en einu sinni á ári til tannlæknis?)
Skráning heimilistannlæknis tryggir greiðsluþátttöku SÍ
Sjúkratryggingar taka þátt í greiðslu á tannlækningum fyrir lífeyrisþega. Til lífeyrisþega teljast:
- Aldraðir
- Öryrkjar
- Einstaklingar sem fá endurhæfingarlífeyri frá Tryggingastofnun
Aðrir greiða sjálfir fyrir tannlæknakostnað samkvæmt gjaldskrá síns tannlæknis.
Forsenda fyrir greiðsluþátttöku er að lífeyrisþegar séu skráðir hjá heimilistannlækni. Einstaklingar sem fóru til tannlæknis eftir janúar 2017 eru nú þegar skráðir hjá viðkomandi tannlækni.
Hægt er að skrá sig hjá heimilistannlækni á Mínar síður eða hjá tannlækni.
Munn- og næringarástand/einstaklingar með langvinna sjúkdóma (ef öryrkjar með 75% örorkumat, ef 60-66 ára sem nota óskerts ellilífeyris frá TR gildir rammasamningur með 63% greiðsluþátttöku í tannlæknakostnaði hjá heimilislækni)
Grieðsluþátttaka vegna tannlækninga
Stuðningsefni
- Glærur frá HÖR
- Erindi HG HÖR