Farsæld barna

Þann 1. janúar 2022 tóku gildi ný lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

Meginmarkmið laganna er að stuðla að farsæld barns, og að börn og foreldrar/forráðamenn sem á þurfa að halda, hafi aðgang að samþættri þjónustu við hæfi og aðstoð við að halda utan um þjónustuna. Strax við fæðingu barns, eða eftir atvikum á meðgöngu, eiga foreldrar/forráðamenn og börn rétt á þjónustu tengiliðar farsældar eftir því sem þörf krefur. Tengiliður er í nærumhverfi barnsins og er starfsmaður heilsugæslustöðvar eða heilbrigðisstofnunar í heilbrigðisumdæmi á meðgöngu og frá fæðingu og þangað til barnið hefur nám í leik- eða grunnskóla. 

 

Foreldrar/forráðamenn geta ávallt leitað sjálf til tengiliðar í nærumhverfi barnsins og óskað eftir samþættri þjónustu.

 

Ef þjónustuveitandi, eða sá sem veitir almenna þjónustu í þágu farsældar barna tekur eftir og greinir vísbendingar um að þörfum barns sé ekki mætt með fullnægjandi hætti og að barnið þurfi frekari þjónustu en þegar er veitt skal hann veita foreldrum/forráðamönnum og/eða barni leiðbeiningar um samþættingu þjónustu. Öll vinnsla persónuupplýsinga vegna samþættingar á þjónustu er aðeins heimil eftir að foreldrar/forráðamenn hafa sett fram beiðni þess efnis á þar til gerðum eyðublöðum. 

Í lögunum er kveðið á um stigskiptingu á þjónustu; fyrsta, annað og þriðja stig. Öll þjónusta í þágu farsældar barna er veitt á þremur þjónustustigum. 

Heilsugæslan er skilgreindur þjónustuveitandi á fyrsta stigi og í sumum tilvikum á öðru stigi.

  1. stig er grunnþjónusta fyrir alla - snemmtækur stuðningur
  2. stig er markviss stuðningsþjónusta byggð á faglegu mati eða frumgreiningu
  3. stig er sérhæfðari stuðningsþjónusta í samræmi við ítarlega greiningu á þörfum

Hver heilsugæslustöð hefur tengilið sem á að veita upplýsingar um þjónustu, aðstoða foreldra/forráðamenn og barn og styðja við samþættingu þjónustu í fyrsta stigi í samræmi við óskir þeirra. Tengiliður styður við samþættingu þjónustu á fyrsta stigi og veitir foreldrum/forráðamönnum og börnum yfirsýn yfir upplýsingar um þjónustu.

Barna- og fjölskyldustofa sér um fræðslu fyrir tengiliði og þarf að tilkynna þeim hvaða starfsmaður heilsugæslunnar sinnir þessu hlutverki.

Heilsugæslan tekur þátt í farsældarráði ásamt þjónustuveitendum á sínu þjónustusvæði.

Verkefnastjóri innleiðingar hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu er Kristín Ómarsdóttir og má hafa samband við hana í síma: 513-5731 eða á netfangið kristin.omarsdottir@heilsugaeslan.is

 

Ábyrgð heilsugæslu samkvæmt nýjum lögum

 

Tilkynningaskylda til barnaverndar

Lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna koma ekki í stað lögbundinnar tilkynningaskyldu til barnaverndar. Hafa þarf í huga að sumar upplýsingar um aðstæður barns eru með þeim hætti að mikilvægt er að tilkynna þær strax til barnaverndarnefndar. Leiðbeiningar til foreldra um tengiliði og miðlun upplýsinga til tengiliða leysa tilkynningaskylduna ekki af hólmi. 

 

Kynning á samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna frá Barna- og fjölskyldustofu:

 

Tilgangur verklags 

  • Að tryggja að öll börn á meðgöngu og til 18.ára aldurs falli ekki á milli kerfa og fái þá þjónustu sem þau þurfa á að halda.  
  • Að tryggja að öll börn hafi aðganga að tengilið farsældar eftir því sem þörf krefur.  

Verklagið er ætlað 

  • Heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir skjólstæðingum sem eiga börn undir lögaldri.  
  • Stjórnendum heilbrigðisstofnana sem sinna skjólstæðingum sem eiga börn undir lögaldri.  
  • Börnum sem þurfa á þjónusta farsældar að halda  
  • Börnum og fjölskyldum sem þurfa á 1.stigs eða 2.stigs þjónustu að halda.  


Verkferlar 

Verklag tengiliðs:  

  • Tengiliður hefur samband við fjölskyldu og gefur sér tíma til að fylla út Matsblað fyrir tengiliði skv.lögum um samþættingu þjónustu. 
  • Tengiliður í samtali við foreldra metur að þörf sé á samþættri þjónustu og leiðbeinir foreldrum og/ eða barni um að þau geti fyllt út beiðni um samþættingu þjónustu. 

Þegar foreldri og/ eða barn óska ekki eftir samþættri þjónustu, upplýsir tengiliður um farsældarþjónustu og leiðbeinir foreldrum um það. 
Möguleg úrræði tengiliðs: 

  • Geta ráðfært sig við verkefnastjóra innleiðingar á heilsugæslu hjá Þróunarmiðstöð. 
  • Getur ráðfært sig við farsældarsvið á Barn- og fjölskyldustofu (BOFS).
  • Getur ráðfært sig við ábyrgðaraðila innleiðingar í viðkomandi sveitarfélagi ef að mál er um annars stigs þjónustu. 
  • Ef málið er alvarlegt eðlis ber að tilkynna til barnaverndar. 

Samþætting þjónustu er komið á.

  • Tengiliður aflar upplýsinga um aðstæður barns hjá þjónustuveitendum og þeim sem veita almenna þjónustu í þágu farsældar barns skv. matsviðtal við foreldra. 
  • Tengiliður veitir upplýsingar um farsældar úrræði, skipuleggur og fylgir eftir samþættingu á fyrsta stigi. 
     
 

Verklag um flutning mála

Hvernig berast mál til tengiliða?  

Mál geta borist til tengiliða með eftirfarandi hætti:

  1. Foreldrar/barn óska eftir samþættingu – með því að hafa samband við heilsugæsluna. 
  2. Tengilið berast upplýsingar um/tekur eftir að þörfum barns sé ekki fylgt, tengiliður hefur í kjölfarið samband við foreldra og kynnir þeim samþættingu þjónustu. 
  3. Heilbrigðisstarfsmaður getur upplýst foreldra um samþættingu þjónustu. Heilbrigðisstarfsmaður setur sig í samband við tengilið og tengiliður hefur samband við foreldra. 

 

Viðtalsvísir

Matsblað tengiliða

Fylgiskjal matsblaðs

Viðtalsvísir

 

Starfsfólk skráir í Sögu kerfið að samþættingu þjónustu sé hafin. Mikilvægt er að skanna eyðublöðin undirrituð í Sögu-sjúkraskýrslu barns/móður ef barnshafandi.

Tilvísanir og persónugögn sem ekki er hægt að senda í gegnum Sögu skal senda rafrænt í gegnum Signet Transfer eða með ábyrgðarpósti.

 

Umsóknareyðublöð vegna samþættingar:

Tengiliðir

Gagnlegir hlekkir

Úrræðalisti fyrir tengiliði

Fyrsta stigs þjónusta:

  • Gleym mér ei - Styrktarfélag til stuðnings foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu
  • Sjónarhóll - Ráðgjafamiðstöð fyrir foreldra barna með stuðningsþarfir á Íslandi
  • Geðheilsumiðstöð barna - Námskeið fyrir foreldra og börn
  • CP félagið - Félag einstaklinga með Cerebral Palsy (CP) og aðstandendur þeirra
  • Félag áhugafólks um Downs heilkennið
  • Uppbygging sjálfsaga - Uppeldi til ábyrgðar
  • Landsteymið - Stuðningur og ráðgjöf um úrræði, leiðir og lausnir þvert á kerfi
  • Foreldrahús - Ráðgjöf fyrir foreldra ungmenna sem tengjast vímuefnaneyslu eða hegðunarvanda
  • Heimili og skóli - Veita ráðgjöf og stuðning til foreldra og foreldrasamtaka um allt land
  • ADHD samtökin - Bjóða upp á námskeið og aðra fræðslu
  • Sorgarmiðstöðin - Styður við syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra
  • Okkar heimur - Styður við börn sem eiga foreldri með geðrænan vanda
  • Örninn - Minningar- og styrktarsjóður sem býður upp á helgardvöl og samveru við börn og unglinga sem hafa misst náinn ástvin
  • Ljónshjarta - Samtök til stuðnings fólki sem misst hefur maka og barna sem hafa misst foreldri
  • Samvinna eftir skilnað - Barnanna vegna (SES) er nýstárlegt stafrænt og gagnreynt námsefni sem hjálpa foreldrum að takast á við breytingar og áskoranir í kjölfar skilnaðar eða sambúðarslita
  • Neistinn - Vettvangur fyrir hjartabörn og aðstandendur þeirra
  • Foreldrafræðsla - Fyrir alla þá sem koma að uppeldi barna
  • Bergið headspace - Einstaklingsmiðuð ráðgjöf og þjónusta fyrir ungmenni frá 12-25 ára
  • Einhverfusamtökin - Félag fyrir einstaklinga með einhverfu, aðstandendur, fagfólk og öll þau sem hafa áhuga á málefnum fólks með einhverfu
  • Umhyggja - Félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra
  • Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins - Námskeið og hópatímar

Annars stigs þjónusta:

  • Geðheilsumiðstöð barna (GMB) - Veitir 2. stigs þjónustu fyrir börn að 18 ára aldri á landsvísu. Greining, ráðgjöf og meðferð vegna geð- og þroskavanda barna og unglinga
  • Æfingastöðin - Er miðstöð þjónustu og þekkingar í hæfingu og endurhæfingu fyrir börn og ungmenni

Þriðja stigs þjónusta:

 

Barnavernd - tilkynning