Ráðleggingar um mataræði fyrir fólk með sykursýki af tegund 2 eru að miklu leyti þær sömu og fyrir fólk almennt, en þær fela í sér að borða holla og fjölbreytta fæðu í hæfilegum skömmtum. Áherslan er á matvæli sem eru næringarrík frá náttúrunnar hendi, eins og grænmeti, ávexti, ber, hnetur, fræ, heilkornavörur, baunir, linsur, jurtaolíur, hreinar mjólkurvörur, fisk og kjöt. Vatnið er ávallt besti valkosturinn til drykkjar.
Fræðsluefni fyrir einstaklinga með sykursýki af tegund 2: íslenska, enska, pólska
Við skipulag máltíða er gott að hafa í huga að um helmingur af disknum sé grænmeti og/eða ávextir, fjórðungur gróft brauð, kartöflur, bygg, hýðishrísgrjón eða aðrar heilkornavörur og fjórðungur próteinrík matvæli svo sem fiskur, kjöt, egg eða baunir.