Inngangur
Allir skilja út albúmín í þvagi. Smáalbúmínmiga (microalbuminuria eða SAM) er hinsvegar óeðlilega mikill útskilnaður albúmíns í þvagi, sem er þó svo lítill að hann finnst ekki með hefðbundnum þvagstrimli.
Skilgreining
Ef albúmín í morgunþvagi er > 20 mg/l, skal reiknað út albúmín-kreatínín-hlutfall í þvagi (AKH). SAM er 3 - 30 mg/mmol í 2 af 3 þvagsýnum á 12 vikna tímabili.
AKH > 30 mg/mmol er teikn um nýrnamein (overt proteinuria eða nephropathy) sem kemur fram á hefðbundnum þvagstrimli.
Algengi og þýðing
Sykursýki tegund 1: 40% fá SAM á 30 árum. SAM er forstig nýrnameins (áhættuaukning níföld).
Sykursýki tegund 2: 25% fá SAM á 10 árum en nokkur hluti hefur SAM við greiningu. Auk þess að vera forstig nýrnameins er SAM sjálfstæður áhættuþáttur hjarta- og
æðasjúkdóms (áhættuaukning fjórföld).
Dánarhlutfall er >30% e. 4 ár. SAM er hluti efnaskiptavillu (Metabolic Syndrome X).