Ofbeldi í nánum samböndum er því miður algengt og margar rannsóknir síðastliðin ár sýna fram á mikil áhrif þess á einstaklingana sem verða fyrir því. Bæði á meðan á því stendur og einnig til framtíðar.
Því ætti það að vera ein af spurningum okkar þegar tekin er heilsufarssaga að spyrja um ofbeldi. Hvort heldur sem er eitthvað sem er yfirstandandi eða sem tilheyrir fortíðinni.
Hvernig líður skjólstæðingnum heima hjá sér?
Verklag það sem hér er birt er til upplýsinga og til að auðvelda heilbrigðisstarfsfólki að spyrja, sýna stuðning og leiðbeina skjólstæðingum okkar.