Ástríður Stefánsdóttir (astef@hi.is) er dósent í hagnýtri siðfræði við deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 1987, BA prófi í heimspeki frá sama háskóla 1992 og MA gráðu í heimspeki frá Dalhousie Universit í Halifax, Kanada 1993. Ástríður hefur fjallað um heilbrigðissiðfræði, fagmennsku og álitamál í fötlunarfræðum, svo og siðfræði rannsókna.
Árni Múli Jónasson (arnimuli@throskahjalp.is) er lögfræðingur að mennt og framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálp. Hann hefur sérmenntun á sviði mannréttindalögfræði.
Embla (emblan@hi.is er félagsfræðingur og talskona Tabú. Hún hefur tekið virkan þátt í hagsmunabaráttu fatlaðs fólks og hinsegin fólks síðastliðinn áratug og starfar nú hjá Háskóla Íslands sem stundakennari og verkefnisstjóri.
Freyja Haraldsdóttir (freyjaha@hi.is) er aðjúnkt og doktorsnemi við Háskóla Íslands. Freyja er þroskaþjálfi að mennt og hefur lokið MA gráðu í kynjafræði. Freyja hefur tekið virkan þátt í réttindabaráttu fatlaðs fólks síðasta áratuginn, meðal annars sem framkvæmdastýra NPA miðstöðvarinnar og sem talskona Tabú.
Friðrik Sigurðsson (friðrik@throskahjalp.is) er þroskaþjálfi að mennt og hefur starfað að málefnum fatlaðs fólks í yfir fjóra áratugi. Friðrik var framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar í yfir tvo áratugi.
Gerður Aagot Árnadóttir (gerdur.aagot.arnadottir@heilsugaeslan.is) er heimilislæknir í Heilsugæslunni í Garðabæ auk þess að starfa sem læknir við geðheilsumiðstöð taugaþroskaraskana. Gerður var formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar frá 2005-2013. Hún hefur mikla reynslu af störfum með fötluðu fólki.
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir (gudrunjohanna@unak.is) útskrifaðist sem iðjuþjálfi árið 2008 frá Metropol í Kaupmannahöfn og með MA í öldrunarfræðum árið 2014 frá Háskóla Íslands. Hún býr auk þessa að menntun og reynslu á sviði viðskipta, heilbrigðis- og félagsvísinda til margra ára og hefur brennandi áhuga á málefnum tengt bættari heilsu, samfélagsþátttöku, lífsgæðum og valdeflingu. Guðrún Jóhanna starfar sem verkefnastjóri endurhæfingar í heimahúsi hjá Reykjavíkurborg, er stundakennari við Háskólann á Akureyri og Borgarholtsskóla ásamt því að vera sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi í gegnum fyrirtækið sitt HeimaStyrk.
Guðrún V. Stefánsdóttir (gvs@hi.is) er prófessor í fötlunarfræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk doktorsprófi í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands árið 2008. Rannsóknir hennar hafa beinst að lífsreynslu, sögu, menntun, aðstæðum og sjálfræði fatlaðs fólks.
Halldór Gunnarsson er félagsráðgjafi að mennt og starfsmaður Réttindavaktar Velferðarráðuneytisins og var formaður Þroskahjálpar 2000-2006.
Hrafnhildur Snæfríðar og Gunnarsdóttir (hsg@hi.is) er verkefnastjóri hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetri í fötlunarfræðum. Rannsóknir hennar beinast að ofbeldi í ýmsum myndum og þar með talið fötluðum konum.
Inga Björk (inga@throskahjalp.is) er verkefnastjóri upplýsinga- og kynningarmála hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Hún hefur tekið virkan þátt í störfum Tabú - femínískrar fötlunarhreyfingar og NPA miðstöðvarinnar.
Kristín Björnsdóttir (kbjorns@hi.is) er prófessor í fötlunarfræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún lauk BM prófi í músíkþerapíu frá East Carolina University í Bandaríkjunum 1998, meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands 2002 og doktorsprófi í fötlunarfræðum frá Háskóla Íslands 2009. Kristín starfaði um árabil með fötluðum börnum og ungmennum í skólakerfi og tómstundum. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að skólagöngu og samfélagsþátttöku fólks með þroskahömlun og samspili menningar, kyngervis og fötlunar.
Lilja Össurardóttir (liljaoss@simnet.is) lauk BA prófi í táknmálsfræði árið 1996 og viðbótarnámi í táknmálstúlkun 1997, BA prófi í þroskaþjálfafræðum 2006 og meistaraprófi í fötlunarfræðum 2010. Lilja var aðjúnkt við námsbraut í þroskaþjálfafræðum 2011-2014 og varaformaður og formaður námsbrautarinnar 2014-2015. Lilja hefur starfað með fötluðu fólki í daglegu lífi þess, sem táknmálstúlkur í mörg ár en starfar nú sem verkefnastjóri fullorðinsfræðslu fatlaðs fólks á Suðurlandi. Rannsóknir Lilju hafa beinst að samfélagsþátttöku fólks með þroskahömlun og stuðningi samfélagsins við það í daglegu lífi.
Snæfríður Þóra Egilsson (sne@hi.is) er prófessor í fötlunarfræðum við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Snæfríður lauk doktorsprófi í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands árið 2006. Hún er einnig iðjuþjálfi og vann lengi með fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra. Rannsóknir Snæfríðar beinast einkum að lífsgæðum, þátttöku og umhverfi fatlaðra barna og unglinga.