Hlutverk stofnana í teyminu

Allar stofnanir koma með fag- og sérfræðiþekkingu að hverju máli sem verið er að vinna. Þær funda síðan um hvert þeirra með það að markmiði að veita bestu mögulegu þjónustu fyrir barn og fjölskyldu þess.

Heilsugæslan:

Sinnir meðferð og grunnheilbrigðisþjónustu sem ætlast er til að fyrstu línu þjónusta sinni, samkvæmt lögum um skilgreiningu á heilbrigðisþjónustu. Heilsugæslan leggur til teymisstjóra og annað fagfólk samanber töflu hér að neðan.

Sveitarfélög/þjónustumiðstöð:

Býður upp á úrræði sem ætlast er til af annarrar línu þjónustu og samkvæmt lögum um þjónustu frá sveitarfélögunum í þessum málaflokki. Leggur til fagfólk samanber töflu hér að neðan. 

  1. Skólaþjónustan - heldur utan um greiningarvinnu á vegum skólasálfræðinga og leggur til úrræði á vegum skólaþjónustunnar sem hún býður upp á.
  2. Félags/velferðarþjónustan - heldur utan um þjónustu og úrræði á vegum félags/velferðarþjónustunnar svo sem stuðning á heimili og fleira. leggur til málastjóra ef mál er til meðferðar hjá félagsþjónustu.

Barna og unglingageðdeild:

Leggur til fagaðila samkvæmt töflu hér að neðan. Sinnir þjónustu og meðferð eins og ætlast er til af þriðju línu stofnun samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu. Leggur til sérþekkingu á geðheilbrigðismálum í hverju máli og veitir ráðgjöf og meðferð/úrræði eftir þörfum

Barnavernd:

Leggur til fagfólk samanber töflu. Upplýsir um mál sem eru í vinnslu í barnavernd, meðferðarplön sem eru í gangi og ráðleggur varðandi tilkynningar til barnaverndar.