Teymisstjóri
Heldur utan um starfsemi teymisins og tekur við tilvísunum. Hann setur mál á dagskrá fyrir fundina, sendir út fundarboð bæði fyrir heilsugæsluteymið og fjölskylduteymið. Hann útbýr málaskrá samkvæmt málalista fyrir fundi. Hann athugar að öll gögn séu til staðar fyrir fundinn svo sem upplýst samþykki og tilvísunarpappírar. Hann heldur utan um gögn og skráningar. Hugmynd er að tveir teymisstjórar skipti með sér teymisstjórninni. Teymisstjórar sinna ekki hlutverki málastjóra.
Fagstjóri hjúkrunar eða verkefnastjóri skólaheilsugæslu er ákjósanlegur sem teymisstjóri.
- Mælt er með því að teymisstjórastaða ætti að vera 10% staða. Utanumhald teymis er tímafrekt en góður undirbúningur og utanumhald skilar sér í betri og markvissari þjónustu fyrir börnin og fjölskyldur þeirra.
Hlutverk fagaðila á teymisfundi:
Verkefnastjóri heilsuverndar skólabarna/skólahjúkrunarfræðingar: Tengiliðir heilsugæslu og teymis við skólana. Þeir veita einnig faglega ráðgjöf og hafa þekkingu á aðstæðum barnsins í skólanum.
Heimilislæknar: Fulltrúi heimilislækna á stöð er fastamaður í teyminu og situr alla fundi. hann er tengiliður við aðra lækna stöðvarinnar og veitir faglega ráðgjöf um málin. Aðrir heimilislæknar koma inn á fundinn eftir þörfum ef barn í þeirra samlagi er til umfjöllunar, bæði til upplýsingar og ráðgjafar.
Sálfræðingur heilsugæslu: Hefur þekkingu á meðferð og úrræðum sem geta nýst barninu og fjölskyldunni.
Félagsráðgjafi félags/velferðarþjónustu: Þekkir öll úrræði sem eru í boði hjá sveitarfélögum/þjónustumiðstöð og fleiri úrræði utan þess og er tengiliður fjölskyldunnar og teymissins.
Fulltrúi skólaþjónustu: Oftast deildarstjóri skólaþjónustu. Hefur mikilvæga innsýn í þá þjónustu sem skólaþjónustan býður upp á, veit stöðu á greiningarvinnu innan þjónustumiðstöðvanna. Sérfræðiþekking í teymi, meðal annars út frá niðurstöðum greininga.
Hjúkrunarfræðingur/félagsráðgjafi frá BUGL: Þekking á málum sem er verið að vinna á BUGL en einnig þá sem hafa leitað í bráðateymi BUGL. Leggur til sérfræðiþekkingu á geðheilbrigðismálum og þekkingu á þjónustu og úrræðum víðsvegar í samfélaginu.
Sérfræðilæknir á BUGL: Tenging teymis við BUGL, þekkir málin sem er verið að vinna þar. Þekking á úrræðum, niðurstöðum greininga og lyfjum og fleira. Leggur til sérfræðiþekkingu í teymið.
Sálfræðingur/félagsráðgjafi barnavernd: Tenging barnaverndar og teymis. Bæði til að ráðleggja varðandi úrræði og þjónustu sem getur verið í boði fyrir börn innan sem utan barnaverndar og ræða stöðu/vinnslu mála í barnavernd. Leggur til fagþekkingu í teymið.
Aðrir aðilar verða kallaðir til eftir þörfum enda ekki aðilar að teyminu (það er stofnunin og fagaðilarnir: Fagaðilar úr skólunum svo sem deildarstjóri sérkennslu, námsráðgjafi og fleiri, ÞHS, GRR, lögregla) GRR og ÞHS eru velkomin inn á fundi vilji þeir vísa barni í teymið og skila þeim formlega inn í Fjölskylduteymið