Málstofa um svefn

Mynd af frétt Málstofa um svefn
11.03.2024

Þann 6. mars síðastliðinn var haldin málstofa um svefn með Dr. Erlu Björnsdóttur, sálfræðingi hjá Betri svefni. 

Þar var hún með kynningu á verkfærum til notkunar við svefnvanda og útskýrði hvernig heilbrigðisstarfsfólk í heilsugæslu getur nýtt þau sem úrræði fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar. Einnig eru verkfæri fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem nýtast sem stuðningur í samtali við skjólstæðinga.
Efnið var þróað í „verkfærakistu“ fyrir Heilsueflandi móttökur/þjónustu. Það er að sjálfsögðu sjálfsagt að nota efnið alls staðar innan heilsugæslunnar.

Eftirfarandi efni  er nú aðgengilegt

 1. Svefnskimun 
 2. Fræðsluefni 
 3. Verkfæri fyrir  heilbrigðisstarfsfólk til að styðja það í samtali við skjólstæðinga.
 4. Stutt rafræn svefnnámskeið, hugsað sem stuðningur við skjólstæðinga. Þau nýtast einnig samfara niðurtröppun svefnlyfja. 

  Erla hvatti okkur til að kynna okkur verkfærin og prufa okkur áfram! 

  Verkfærin eru aðgengileg inn á læstri síðu ÞÍH (Svefn (throunarmidstod.is) og eru hugsuð sem:
 1. Fyrsta val við svefnvanda, eru í formi; skimunar, fræðsluefnis, skráningar dagbóka og stuttrar rafrænna námskeiða sem hugsuð eru sem stuðningur við skjólstæðinga með svefnvanda 
 2.  Ef skjólstæðingur þarf svefnlyf í skamman tíma þá:
 3. Ef skjólstæðingur þarf að fara á ávanabindandi svefnlyf eða er á þeim og þarf að trappa þau niður þá:
  • Skimun, fræðsluefni, skráning dagbóka og stutt rafræn námskeið sem hugsuð eru sem stuðningur við skjólstæðinga með svefnvanda.
  • Að trappa niður svefnlyf: Útfæra meðferðaráætlun - Prescriby


Aðgang að læstri síðu Þróunarmiðstöðvar má nálgast hjá throunarmidstod@heilsugaeslan.is