Þessi hluti matsviðtalsins var útfærður í formi spurningalista sem heitir "sálfræðiþjónusta fullorðinna". Prufukeyrsla listans var tilkynnt í frétt á vef ÞÍH í maí 2023. Nú er búið er að prufukeyra listann og lagfæra villur og hann er tilbúinn til notkunar fyrir þær heilbrigðisstofnanir og heilsugæslustöðvar sem vilja nýta hann. Sagt var frá því að hann væri tilbúinn til notkunar á 5 ára afmæli ÞÍH.
Spurningalistinn hefur verið yfirfarinn af sérfræðingum í klínískri sálfræði og inniheldur spurningar um áhrifaþætti geðheilbrigðis og einkenni algengra geðraskana.
Spurningalistinn er sjálfsmatslisti, sendur úr sjúkraskrá og birtist notendum í heilsuveru á sama hátt og aðrir matslistar eins og PHQ9 og GAD7.
Með því að senda notendum rafrænan matslista við upphaf þjónustu er hægt að bregðast strax við beiðnum, vísa fyrr áfram ef ljóst er af svörum að notanda nýtist betur tilvísun í aðra þjónustu og nýta styttri tíma í matsviðtalið sjálft. Með því móti er möguleiki á að sjálfsmatslistinn geti stytt bið eftir þjónustu og biðlista til sálfræðinga fullorðinna.
Þær heilbrigðisstofnanir/heilsugæslustöðvar sem hafa áhuga á að nýta sér listann geta beðið tæknideildir sínar að láta opna fyrir listann, á sama hátt og opnað er fyrir spurningalista eins og PHQ9 og EPDS.