Klínískar leiðbeiningar um háþrýsting

Mynd af frétt Klínískar leiðbeiningar um háþrýsting
28.09.2023

Hháþrýstingur er eitt af stærstu heilbrigðisvandamálum nútímans og víða sóknarfæri.

Það var rætt á málþingi á Læknadögum og ákveðið að skrifa íslenskar leiðbeiningar um greiningu og meðferð háþrýstings. Nú hafa þær leiðbeiningar verið gefnar út.

Fenginn var til verksins hópur valinkunnra sérfræðinga og þau eru:

  • Emil Lárus Sigurðsson, prófessor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs heimilislækninga og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu
  • Karl Andersen, prófessor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands, yfirlæknir Landspítala og Hjartavernd.
  • Margrét Ólafía Tómasdóttir, yfirlæknir á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og formaður félags íslenskra heimilislækna.
  • Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir við Landspítala, dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og formaður hjartasjúkdómafélags íslenskra lækna.
  • Vilmundur Guðnason prófessor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands og forstöðulæknir Hjartaverndar.
  • Guðmundur Þorgeirsson, prófessor emerítus, heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands.

Leiðbeiningarnar má finna á heimasíðu Þróunarmiðstöðvar

og einnig á .pdf formi