Þunglyndi

Mynd af frétt Þunglyndi
05.09.2023

Sálfræðiþjónusta ÞÍH tekur þátt í Gulum september í samvinnu við Heilsuveru með því að útbúa fræðsluefni um algengan geðheilbrigðisvanda sem mun birtast reglulega á Heilsuveru á tímabilinu 1. september til 10. október.

Nú er búið að opna fyrstu síðuna, um þunglyndi.

Á síðunum má finna upplýsingar um einkenni, greiningar, ráð, úrræði og meðferð.

Markmiðið er meðal annars að auka aðgengi heilbrigðisstarfsfólks að faglegu lesefni og ráðleggingum á íslensku um algengan geðheilbrigðisvanda sem hægt er að benda notendum á. 

Bendum þeim sem eru áhugasamir um Gulan september á gulurseptember.is