Sérnám í heilsugæsluhjúkrun - útskrift 2023

Mynd af frétt Sérnám í heilsugæsluhjúkrun - útskrift 2023
30.08.2023

Fimmtudaginn 24. ágúst síðastliðinn var haldið kaffiboð á ÞÍH í tilefni af útskrift sjö hjúkrunarfræðinga úr sérnámi í heilsugæsluhjúkrun. Þar voru þeir kvaddir af sínum lærimeistara og kennslustjóra ÞÍH með rós og óskum um velfarnað í starfi. Þetta var 8. árgangur sérnámsins og hafa alls 68 hjúkrunarfræðingar farið í gegnum þetta nám víðs vegar af landinu og margir þeirra hafa síðan haldið áfram og klárað meistaragráðuna eftir diplómanámið.

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá útskriftarhópinn í heild sinni í einni kennslulotunni á ÞÍH.

frá vinstri: Auður Sveinbjörg Jóhannsdóttir (Heilsugæslan Salahverfi), Sigrún H. Wahlgren Davíðsdóttir (HH), Þorbjörg Anna Steinarsdóttir (HSU), Aníta Eir Einarsdóttir (HVE), Ingibjörg Guðmunda Sveinsdóttir (HSS), Helga Sturludóttir (HSA) og Sigríður Elísabet Árnadóttir (HH).

Á myndinni hér að neðan má sjá útskriftarnemendur í kaffiboðinu. Því miður áttu ekki allir heimangengt.