Rafrænt matsviðtal í sálfræðiþjónustu fullorðinna

Mynd af frétt Rafrænt matsviðtal í sálfræðiþjónustu fullorðinna
22.05.2023

Í sumar fer fram prufa á nýrri rafrænni lausn sem á að gera heilsugæslustöðvum kleift að bjóða fleiri notendum þjónustu án þess að gefa afslátt á gæðum hennar. 

Þessi lausn felur í sér að matsviðtöl verði færð eins mikið og hægt er yfir á rafrænt form, hjá þeim heilbrigðisstofnunum/heilsugæslustöðvum sem það kjósa. Þá væri rafrænt mat hluti af matsferli við upphaf þjónustu. 

Þrjár heilsugæslustöðvar taka þátt í prufuferlinu, tvær á höfuðborgarsvæðinu og ein á landsbyggðinni. Vonast er til þess að hægt verði að fínpússa og leiðrétta villur í sumar. 

Stefnt er að því að heilsugæslustöðvar sem það kjósi geti nýtt þessa lausn við lok sumars/snemma næsta haust

Auk þess að fleiri notendur fái þjónustu eykur þetta að sama skapi líkur á réttri greiningu og þar með réttri meðferð í heilbrigðiskerfinu.


Með því að stytta tímann sem fer í viðtalið við sálfræðinginn, það er að segja eftir rafrænt mat, er hægt að sinna fleiri notendum og þar með stytta biðlista og bíðtíma eftir þjónustu.