Hinn árlegi fræðsludagur um bólusetningar fyrir starfsfólk í heilsugæslu og aðra áhugasama aðila verður haldinn föstudaginn 28 apríl 2023 kl. 12.30-15.45 á Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík, jarðhæð.
Fundarstjóri: Jón Steinar Jónsson, yfirlæknir gæðaþróunar, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu
Dagskrá:
12.30-12.40 Gengið í sal
12.40-12.45 Fræðsludagurinn settur
12.45-13.00 Þema alþjóðlegrar bólusetningaviku í íslensku samhengi - Kamilla S. Jósefsdóttir, sóttvarnasviði EL
13.00-13.20 Alvarlegar sýkingar í börnum - Valtýr St. Thors, barnalæknir Barnaspítala Hringsins
13.20-13.30 Umræður
13.30-13.45 Væntanlegar breytingar á áætlun um barnabólusetningar - Kamilla S. Jósefsdóttir
13.45-13.55 Umræður
13.55-14.15 Hlé
14.15-14.25 Leiðbeiningar um bólusetningar fullorðinna hjá sóttvarnalækni - Kamilla S. Jósefsdóttir
14.25-14.45 Bólusetningar fullorðinna í heilsugæslunni - Ingibjörg Rós Kjartansdóttir, hjúkrunarfræðingur HH
14.45-14.50 Umræður
14.50-15.10 Bólusetningar fullorðinna í víðara samhengi - Erna Milunka Kojic, yfirlæknir smitsjúkdóma LSH
15.10-15.30 Umræður
15.30-15.35 Lokaorð
Ekkert þátttökugjald
Hámarksfjöldi í sal verður 100 manns, einnig verður hægt að tengjast fjarfundi í gegnum Teams, hlekkur verður sendur á skráða einstaklinga í viku 17.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið juliana.hedinsdottir@landlaeknir.is fyrir 25.04.2023. Tilkynning er skilyrði til að fá hlekk á fundinn, ekki verður hægt að áframsenda hlekki.
Tilgreina þarf starf og starfsstað við skráningu.