Vel heppnaður forum fundur

Mynd af frétt Vel heppnaður forum fundur
24.11.2022

Vel var mætt á forum fund haustsins, sem haldinn var í gær 23. nóvember. 

Viðfangsefnið var mikilvægt en yfirskriftin var Ofbeldi, birtingarmyndir hjá skjólstæðingum heilsugæslunnar, úrræði, leiðir.

Ástþóra Kristinsdóttir sérfræðiljósmóðir og Jóhann Ágúst Sigurðsson heimilislæknir stjórnuðu fundi en fengnir voru góðir gestir. 

  • Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og dósent var með erindi sem kallaðist Áföll, ofbeldi, ACE og áfallamiðuð nálgun.
  • Elísabet Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og deildarstjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur var með erindi sem kallaðist Ofbeldismál hjá Barnavernd Reykjavíkur
  • Guðný Marta Aradóttir, félagsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg var að síðustu með erindi sem kallaðist samtal um ofbeldi.

Rædd voru möguleg úrræði fyrir starfsfólk heilsugæslunnar, mögulegt samstarf og samtal milli stofnanna og þær heimasíður sem mikilvægt er fyrir heilbrigðisstarfsmenn að þekkja voru kynntar. 

Okkar von er sú að heilbrigðisstarfsfólk sjái hag sinn í því að horfa á þessa fræðslu ef þeim tókst ekki að vera með í gær og er upptaka aðgengileg á læstum vef ÞÍH

Forum fundir (throunarmidstod.is)

Notendanafn og lykilorð má nálgast hjá throunarmidstod@heilsugaeslan.is