Brjóstagjöf og næring barna 2018-2021

Mynd af frétt Brjóstagjöf og næring barna 2018-2021
12.10.2022

Skýrsla um brjóstagjöf og næringu barna í ung- og smábarnavernd á Íslandi árin 2018-2021 má nálgast á heimasíðu ÞÍH

Skýrslan byggir á gögnum úr skráningum ung- og smábarnaverndar í sjúkraskrárkerfið Sögu frá öllum heilbrigðisstofnunum. Meðal þess sem kemur fram í skýrslunni er hlutfall barna á brjósti, bæði eingöngu og með öðru, hlutfall barna sem nota Stoðmjólk, hvenær börn fara að fá fasta fæðu og D-vítamínneyslu.