EPDS og GAD-7 í ung- og smábarnavernd og rafrænar sendingar í Heilsuveru

Mynd af frétt EPDS og GAD-7 í ung- og smábarnavernd og rafrænar sendingar í Heilsuveru
02.03.2022

Ung- og smábarnavernd ÞÍH hefur búið til leiðbeiningar varðandi rafrænar sendingar EPDS og GAD-7 spurningalistanna til móður/foreldra í Heilsuveru.

Nýja verklagið, sem var unnið í samvinnu við Lilju Björk Kristinsdóttur teymisstjóra gagnateymis HH, var prufukeyrt á nokkrum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu áður en það var kynnt á landsvísu.

Í kjölfarið voru haldnir fræðslufundir með kerfisumsjónarmönnum/gæðastjórum heilbrigðisstofnana og hjúkrunarfræðingum í ung- og smábarnavernd þar sem nýja vinnulagið var kynnt og farið yfir notkun spurningalistanna í Sögu og Heilsuveru. 

Sjá Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd: