Nú eru aðgengileg 8 stutt fræðslumyndbönd á læstum vef ÞÍH. Myndböndin eru 6-20 mín á lengd hver.
Aðferðirnar sem kenndar eru í myndböndunum geta bætt samvinnu og veitt notendum þjónustunnar meira öryggi og skilning á vanda sínum. Einnig geta þær auðveldað okkur að fá fram góðar upplýsingar um geðrænan vanda og áhrif hans á lífsgæði skjólstæðinga okkar.
Fyrstu fjórar upptökurnar fjalla um leiðir til þess að auka gæði samtala þegar rætt er um líðan. Farið er yfir lykilatriði í uppbyggingu viðtals, samtalsaðferðir, kynningu á áhugahvetjandi samtal og fjallað um meðferðarsambandið. Seinni fjórar upptökurnar fjalla um grunn hugtök hugrænnar atferlismeðferðar og hvernig hægt er að nota verkfæri úr hugrænni atferlismeðferð í samtölum og viðtölum til þess að styðja við fólk með eðlileg og væg einkenni depurðar og kvíða.
Myndböndin eru hluti af verkefninu heilsuefling í heimabyggð sem er stórt verkefni frá Heilbrigðisráðuneytinu sem ætlað er að stuðli að geðheilbrigði íbúa landsins. ÞÍH var þar falið að meðal annars útbúa fræðsluefni fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila, heilbrigðisþjónustu og félagsþjónustu.
Notendanafn og lykilorð á vefinn má nálgast á throunarmidstod@heilsugaeslan.is
Við vonum að myndböndin gagnist ykkur.