Þættir sem hafa áhrif á ákvörðun lækna um lyfjameðferð - grein

Mynd af frétt Þættir sem hafa áhrif á ákvörðun lækna um lyfjameðferð - grein
09.11.2021

Í nóvemberhefti Læknablaðsins birtist grein um rannsókn sem gerð var í heilsugæslu á Íslandi um þætti sem hafa áhrif á ákvörðun lækna um lyfjameðferð.

Fyrsti höfundur greinarinnar er Yrsa Ívarsdóttir lyfjafræðingur sem gerði mastersverkefni um efnið undir handleiðslu starfsmanna ÞÍH. 

Það er ávallt gaman þegar nemar fá birtar niðurstöður úr vísindavinnu í ritrýndum tímaritum og þessi vinna mun vonandi verða hvatning fyrir áframhaldandi gæðavinnu á þessu sviði í heilsugæslunni.