Mánaðarlegir fræðslufundir

Mynd af frétt Mánaðarlegir fræðslufundir
06.10.2021

Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu mun í vetur taka upp fyrirlestra sem verða aðgengilegir á heimasíðunni.

Fyrirlestrarnir verða um það bil 30 mínútna langir og geta hentað meðal annars til að nota á fræðslufundum á heilsugæslustöðvunum.

Í fyrsta fyrirlestrinum fjallar Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir hjá SÁÁ um fíknisjúkdóminn og er hann hluti af fyrirlestraröð/fræðslu um neyslu og fíknivanda fyrir starfsfólk heilsugæslu sem birtist öll á heimasíðunni undir throunarmidstod.is/fraedsla 

Notendanafn og lykilorð inn á þessa fræðslu má nálgast hjá throunarmidstod@heilsugaeslan.is

Næsta efni mun verða kynnt í lok októbermánaðar og síðan er ráðgerður hefðbundinn Forum fundur sem verður streymt í lok nóvember.