Rannsókn - Skynsamleg ávísun sýklalyfja

Mynd af frétt Rannsókn - Skynsamleg ávísun sýklalyfja
22.09.2021
Rannsóknarhópur sýklalyfjateymis Þróunarmiðstöðvar ásamt Maríu Rún Gunnlaugsdóttur lyfjafræðingi sem var meistaranemi Önnu Bryndísar Blöndal, birtu grein í Scandinavian Journal of Primary Health Care um meistararannsókn þar sem könnuð var fylgni milli leiðbeininga um skynsamlega notkun sýklalyfja og breytinga á fjölda sýklalyfjaávísana. Jafnframt hvaða sýklalyfjum væri ávísað.

Rannsóknin sýndi fram á samdrátt í ávísunum á sýklalyf og umskipti í vali sýklalyfja í samræmi við markmið heilsugæslunnar með ráðleggingum um meðferð algengra sýkinga utan spítala.

Greinina má finna á slóðinni: https://www.tandfonline.com/doi/full/10.1080/02813432.2021.1958506