Vinnustofa um sálrænan stuðning/fyrstu viðbrögð eftir áfall

Mynd af frétt Vinnustofa um sálrænan stuðning/fyrstu viðbrögð eftir áfall
16.09.2021

Fyrir allt fagfólk

Vinnustofa um sálrænan stuðning/ fyrstu viðbrögð eftir áfall

Hjördís Inga Guðmundsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna heldur fræðslu um hvernig gott er að veita sálrænan stuðning eftir nýlegt áfall. 
Farið verður yfir birtingarmynd bráðra áfallastreitueinkenna bæði hjá fullorðnum og börnum og hvernig bjargráð eru æskileg/ óæskileg í slíkum aðstæðum. 
Farið verður yfir hvernig fagaðilar geta veitt stuðning og fræðslu á sem bestan máta þegar skjólstæðingar okkar hafa nýlega orðið fyrir áfalli. 
Einnig verður farið stuttlega í hvaða nýjustu rannsóknir segja um áföll og lyfjagjöf. Orðið áfall er hér notað yfir aðstæður sem fela í sér hættu sem ógnar lífi og lífsviðurværi fólks sem og reynslu þeirra sem verða vitni að ofbeldi, líkamsáverkum eða dauða. 

Sálrænn stuðningur er sérhæfð þjónusta við fólk sem lendir í áföllum og byggir á viðurkenndum aðferðum til að bregðast við bráðum áfallastreituviðbrögðum og beinist að því að draga úr uppnámi og stuðla þannig að betri aðlögun eftir áfallið. 
Sálrænn stuðningur er afmarkaður, tímabundinn og er með áherslu á forvarnir og mat á þörf einstaklings fyrir frekari eftirfylgd. Þjónustan miðast alltaf við þroska og aldur hvers og eins. 

Vinnustofunni verður streymt þann 29. september frá kl 13-15 en verður síðan aðgengilegur á síðu Þróunarmiðstöðvar.

Hvetjum alla áhugasama að vera með. Hlekk á streymið má nálgast á throunarmidstod@heilsugaeslan.is