Föstudaginn 27. ágúst síðastliðinn var haldið kaffiboð á ÞÍH í tilefni af útskrift 13 sérnámshjúkrunarfræðinga frá öllum heilbrigðisstofnunum landsins. Þar voru þeir kvaddir af sínum lærimeistara og kennslustjóra ÞÍH með rós og óskum um velfarnað í starfi. Á myndinni að ofan má sjá nokkra útskriftarnemendur ásamt lærimeisturum sínum og kennslustjóra ÞÍH.
Þetta var sjötti árgangur sérnámsins sem hófst haustið 2015 og hafa nú 52 hjúkrunarfræðingar útskrifast sem heilsugæsluhjúkrunarfræðingar.
Á myndinni hér að neðan má sjá útskriftarhópinn í heild sinni í einni kennslulotunni á ÞÍH síðasta vetur en því miður áttu ekki allir heimangengt í kaffiboðið.
Fremri röð frá vinstri: Magnea Hafsteinsdóttir (HVEST), Elín Þórunn Stefánsdóttir (HH), Bettý Grímsdóttir (HSU), Íris Ómarsdóttir Hjaltalín (HH), Birna Elínardóttir (HSS), Sólveig Jóhannsdóttir (HH).
Aftari röð frá vinstri: Liljana Milenkoska (HVE), Sólveig Helga Sigfúsdóttir (HH), Hildur Ýr Hvanndal (HH), Hildur Ósk Rúnarsdóttir (HSN), Rannveig Elíasdóttir (HSN), Ólöf Birna Sveinsdóttir (HH), Bríet Magnúsdóttir (HSA)
Sérnám í heilsugæsluhjúkrun er nú að hefjast í sjöunda sinn og er búið að ráða í átta sérnámsstöður fyrir árið 2021-22. Við bjóðum nýja sérnámshjúkrunarfræðinga velkomna í námið.