Næringarsvið og mæðraverndarsvið ÞÍH verður með námskeið um mataræði á meðgöngu, ætlað ljósmæðrum sem sinna mæðravernd í heilsugæslu. Námskeiðið mun fara fram á Teams.
Alls stendur námskeiðið í 3 klst. og hefst 23. nóvember.
Það verður klukkustund í senn, vikulega í 3 skipti:
1. Mánudaginn 23. nóvember kl. 15.00 - 16.00
- Næring í mæðravernd
- Fæðutengdar ráðleggingar
- Fólat
- D vítamín
- Óæskileg matvæli og meðhöndlun matvæla
- Sætuefni
- Koffein
- Þyngdaraukning
2. Mánudaginn 30. nóvember kl. 15.00 - 16.00
- Sérfæði og val á bætiefnum
- Fæðusaga
- Mínus mjólk
- Mínus fiskur
- Mínus kjöt
- Ketó
- Jurtafæði
3. Mánudaginn 7. desember kl. 15.00 - 16.00
- Meðgöngusykursýki
- Meðferð
- Blóðmælingar
- Nýtt fræðsluefni og leiðbeiningar
Ef þú hefur ekki fengið fundarboð en telur þig eiga að erindi á námskeiðið endilega sendu okkur póst á throunarmidstod@heilsugaeslan.is og við bætum þér við.