Nýir fróðleiksmolar

Mynd af frétt Nýir fróðleiksmolar
02.07.2020

Starfsfólk mæðraverndar á ÞÍH gerir reglulega fróðleiksmola fyrir ljósmæður og heimilislækna. 

Þessum molum þarf að halda við og uppfæra þegar við á og langar okkur að benda á tvær slíkar uppfærslur.

Annars vegar er búið að setja inn nýjan mola um skjaldkirtilssjúkdóma á meðgöngu en tveir gamlir um sama efni voru fjarlægðir.

Hins vegar er búið að uppfæra molann um blóðhag og blóðleysi.

Þar sem um breytingu er að ræða á verklagi í báðum þessum molum hvetur mæðravernd ÞÍH þá sem koma að mæðravernd til þess að skoða þessa mola.