Ung- og smábarnavernd á heilsugæslustöðvunum er komin í eðlilegt horf á ný nú þegar viðbúnaður vegna COVID-19 er minni. Báðir foreldrar mega nú koma með barn í allar skoðanir.
Við minnum samt alla sem koma á heilsugæslustöðvar að passa áfram upp á smitvarnir og sýna tillitssemi.
Mjög mikilvægt er að veikt foreldri mæti alls ekki með barn og að ekki sé komið með veik börn í ung- og smábarnavernd.
Starfsmenn heilsugæslustöðva þakka foreldrum þolinmæði og tillitssemi á undanförnum vikum.