Ung- og smábarnavernd að færast í eðlilegt horf

Mynd af frétt Ung- og smábarnavernd að færast í eðlilegt horf
04.05.2020

Síðustu vikur hefur skipulag ung- og smábarnaverndar verið með breyttu sniði vegna Covid-19. Eitt foreldri hefur mátt mæta með barnið á heilsugæslustöðina og fjölskyldan fengið símaviðtal hjúkrunarfræðings í stað skoðunar við 9 vikna aldur, 10 mánaða aldur og 2½ árs aldur barns. 

Í kjölfar vægara samkomubanns frá 4. maí er starfsemi heilsugæslunnar smá saman að færast í eðlilegt horf aftur.

Nú í maí er stefnt á að skoðanir í ung- og smábarnavernd verði aftur með venjubundnum hætti. Aðstæður eru samt aðeins mismunandi á heilsugæslustöðvunum og á sumum stöðvum tekur nokkrar vikur fyrir breytingar að ganga til baka. 

Við leggjum áfram áherslu á að einungis eitt foreldri mæti með barnið  í skoðanir fyrst um sinn. Mjög mikilvægt er að veikt foreldri mæti alls ekki með barn og að ekki sé komið með veik börn í ung- og smábarnavernd.