Námskeið í notkun heilsuhjólsins

Mynd af frétt Námskeið í notkun heilsuhjólsins
20.02.2020

 

Þann 9. maí 2019 fékk Embætti landlæknis í heimsókn hollenskan heimilislækni, Karolien van den Brekel-Dijkstra, sem kynnti vinnu sem hefur átt sér stað í Hollandi sem kallast jákvæð heilsa og er ný skilgreining á heilsu.

Þessi nýja skilgreining á uppruna í Hollandi hjá heimilislækninum Machteld Huber. Hún hefur helgað sig rannsóknum á nálgun á heilsu sem byggja meðal annars á hugmyndafræði um Salutogenesis. en það er hugmyndafræði umbætta heilsu þar sem áhersla er lögð á þá þætti sem stuðla að heilbrigði og velferð í stað þess að einblína á orsakir og sjúkdóma.

Machteld gerði stóra rannsókn til að komast að því hvaða þættir skipta máli fyrir heilsu og komst að því að skipta mætti jákvæðri heilsu í sex aðalsvið sem hún kallar „spiderweb“. Það hugtak hefur verið þýtt og nefnt á íslensku Heilsuhjólið. Með því má fá innsýn í það hvort líf einstaklinga sé í góðu jafnvægi og hvort þörf sé á að vinna með eitt svið umfram annað. Machteld leggur áherslu á að fólk með langvinna sjúkdóma sjái hlutina í samhengi, sé sjálft við stjórnina og fari ekki í fórnarlambshlutverkið. Nálgunin snýst því um þrautseigju., að takast á við veikindi og reyna að aðlagast nýjum veruleika eins og kostur er. 

Mikill áhugi myndaðist á verklaginu sem að notað er sem er heilsuhjólið og var Karolien fengin til að koma og vera með kynningu á fræðadögum heilsugæslunnar um jákvæða heilsu. Með stuttum fyrirvara var ákveðið hjá ÞÍH í samvinnu við Virk, sem einnig hefur haft mikinn áhuga á þessu verklagi,  að standa fyrir námskeiði og nýta ferð hennar. 

Nú hafa tveir hópar lokið námskeiði um heilsuhjólið. Hvor hópur mætti þrisvar sinnum. Karolien kenndi í eitt skipti en síðan kom Machteld Huber sjálf og kenndi í þrjú skipti.

Vonast er til að með notkun á Heilsuhjólinu sé hægt að auka skilning skjólstæðinga okkar í heilsugæslunni, valdefla og síðan vinna betur með ákveðna þætti til að bæta líðan og þjónustu.