Mentorar í sérnámi í heimilislækningum

Mynd af frétt Mentorar í sérnámi í heimilislækningum
02.04.2019

Vel var mætt á árlegan mentorafund á Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu, fimmtudaginn 28. mars. 

Saman voru komnir rúmlega 30 mentorar frá heilsugæslustöðvum á öllu landinu sem halda utan um sérnámslækna í heimilislækningum. 

Á fundinum var mentorum skipt í þrjá umræðuhópa sem ræddu m.a. um handleiðslu, matsblöð og vinnuálag sérnámslækna, myndbandsgátun og námsleyfi sérnámslæknanna. Góðar umræður sköpuðust og munu þær koma til með að hjálpa við að bæta verklag og auka skilvirkni námsins.

Mikill metnaður er fyrir sérnámi í heimilislækningum og eru mentorafundirnir mikilvægur vettvangur þar sem hægt er að  ræða málin og leita bestu leiða í sérnáminu. Með aukinni samvinnu og samræðum skilum við vonandi betri heimilislæknum til starfa á heilsugæslustöðvar framtíðarinnar.

Lestu meira um sérnám í heimilislækningum hér á vefnum undir Kennsla og vísindi.