Lyfjaávísanir 2015

Mynd af frétt Lyfjaávísanir 2015
26.05.2016

Birtar hafa verið upplýsingar um þau lyf sem læknar þeirra 15 heilsugæslustöðva sem tilheyra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, auk lækna annarra starfsstöðva HH og lækna Heilsugæslunnar í Salahverfi, ávísuðu árið 2015. Áður hafa verið birt gögn fyrir árin 2007-2014.

Heildarverðmæti ávísaðra lyfja lækna  HH og HS árið 2015 var 3.536.775.711 kr. og lækkaði um 29 milj. kr. frá árinu áður, eða sem nemur 0,8%.

Verðmæti ávísaðra lyfja lækkaði um 29 milj. kr. frá árinu áður, eða sem nemur 0,8%. Gengi krónunnar gagnvart evru hækkaði nokkuð á sama tíma, eða um 8,5%. Engar verulegar breytingar hafa því orðið á heildarverðmæti ávísaðra lyfja þótt þær hafi verið nokkrar í sumum lyfjaflokkum en óverulegar í öðrum. Þannig hækkaði verðmæti ávísaðra meltingarfæra- og efnaskiptalyfja um 4,3% nú, en hafði lækkað um 8% árið áður. Verðmæti ávísaðra tauga- og geðlyfja stóð nánast í stað, lækkaði um 0,2% nú en hafði lækkað um 1,4% árið áður. Þá lækkaði verðmæti sýkingalyfja um 2,8%, en notkun þeirra jókst um 1,4% í dagskömmtum talið. Verðmæti ávísaðra öndunarfæralyfja árið 2015 lækkaði um 5,1% frá 2014..

Upplýsingarnar um lyfjaávísanirnar er að finna hér á vefnum undir Kennsla, verklag og vísindi.