Gestir frá Svíþjóð í Heilsugæslunni Efstaleiti

Mynd af frétt Gestir frá Svíþjóð í Heilsugæslunni Efstaleiti
19.04.2016

Í síðustu viku fékk Heilsugæslan Efstaleiti góða gesti frá Svíþjóð í heimsókn.

Það voru kennslustjóri sérnáms í Svíþjóð, sænskir læknar og hjúkrunarfræðingar ásamt tveimur íslenskum læknum sem stunduðu sérnám í heimilislækningum á Íslandi en starfa nú í Svíþjóð.

Tilgangur heimsóknarinnar var að fræðast um sérnám í heimilislækningum á Íslandi og heilsugæsluna og koma á samstarfi milli landanna tveggja varðandi sérnám. 

Alma Eir Svavarsdóttir kennslustjóri kynnti heilsugæsluna og sérnámið í heimilislækningum og Oddur Steinarsson framkvæmdastjóri lækninga ræddi við gestina um heilsugæslu á Íslandi.

Á myndinni eru frá vinstri: Birgitta Landin verkefnisstjóri, Cecilia Palmlund kennslustjóri sérnáms NA-Skáni, Guðbjörg Guðbergsdóttir yfirhjúkrunarfræðingur Heilsugæslunni Efstaleiti, Gunnel Andersson rekstrarstjóri, Alma Eir Svavarsdóttir kennslustjóri sérnáms, Gunnar Sandström kennslustjóri sérnáms SA-Skáni, Jóhannes Bergsveinsson sérfræðingur í heimilislækningum og Eyjólfur Þorkelsson sérfræðingur i heimilislækningum.