Heilsan mín - meðgangan: heilsunámskeið fyrir of þungar barnshafandi konur

Mynd af frétt Heilsan mín - meðgangan: heilsunámskeið fyrir of þungar barnshafandi konur
26.08.2015

Markmið námskeiðsins er að aðstoða þátttakendur við að breyta lífsstíl til frambúðar með því að breyta hugarfari, matarvenjum og hreyfingu og draga þannig út líkum á neikvæðum afleiðingum þess að vera of feitur. 

Ávinningur af bættum lífsstíl hefur góð áhrif á heilsu móður og barns, á meðgönguna og fæðinguna. 

Námskeiðið er skipulagt út frá rannsökuðum úrræðum sem hafa sýnt góðan árangur hjá ungum konum. Heildræn nálgun sem byggir á áhrifum hugsana á líðan, þjálfun svengdarvitundar (AAT), hreyfingu, slökun og heilbrigðu mataræði. Rannsóknir sýna betri árangur af hópmeðferð en einstaklingsmeðferð. Í upphafi og lok námskeiðs verða lagðir fyrir kvarðar  sem meta lífsgæði, einkenni þunglyndis og lífsstíl. 

Ummæli þátttakanda:

“Það gerði bara helling finnst mér. Sneri aðeins hugsuninni við. Ég er búin að léttast um 40 kg síðan. Þannig að hluti af því er allavega út af námskeiðinu” *

Í boði eru vikulegir hóptímar í sex skipti. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Á námskeiðinu er meðal annars fjallað  um 

  • Afleiðingar offitu 
  • Mikilvægi heilbrigðs lífsstíls á meðgöngu 
  • Tengsl hugsana, tilfinninga og hegðunar
  • Jákvæð áhrif reglulegrar hreyfingar  
  • Heilbrigðar matarvenjur 
  • Þjálfun svengdarvitundar 
 

*Offita á meðgöngu: Reynsla barnshafandi kvenna af námskeiðinu Heilsan mín. Lokaverkefni Guðríðar Þorgeirsdóttur í ljósmóðurfræði 2014.