Undirbúningur Fræðadaganna er hafinn

Mynd af frétt Undirbúningur Fræðadaganna er hafinn
26.01.2015

Nú er undirbúningur næstu Fræðadaga að hefjast, en þeir verða haldnir 5. og 6. nóvember 2015.

Margar ágætar hugmyndir komu fram í svörum við könnun sem var send út í kjölfar síðustu Fræðadaga en enn er tækifæri til að koma með tillögur.

  • Finnst þér vanta umfjöllun um eitthvað málefni?
  • Hvað er mest í umræðunni í þinu starfsumhverfi?
  • Veistu um einhvern góðan fyrirlesara sem væri gaman að fá?
  • Er eitthvað sem þú vilt halda erindi um?

Sendið tillögur til Þróunarsviðs HH.

Svo er um að gera að taka þessa daga strax frá í dagbókinni.

Fræðadagar eru árlegur viðburður hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og verða nú haldnir í sjöunda sinn. 

Þróunarsvið HH hefur umsjón með Fræðadögum