Fræðadagar 2014

Mynd af frétt Fræðadagar 2014
24.09.2014

Sjöttu Fræðadagar heilsugæslunnar verða haldnir 6. og 7. nóvember 2013 á Grand hóteli, Reykjavík

Ráðstefnugestir í fyrra voru beðnir um endurgjöf á ráðstefnuna og tæplega 97% þeirra sem svöruðu líkaði mjög vel eða vel við dagskrána.  Sérstaklega ánægjulegt var einnig að sjá að ráðstefnugestum fannst erindi á ráðstefnunni koma til með að hafa áhrif á störf sín og bæta þjónustu við skjólstæðinga. Við vonum að jafnmikil ánægja verði með dagskrána í ár.

Í boði eru 9 málstofur um afmörkuð efni auk nokkurra meginerinda,  þar sem fjölmargir fyrirlesarar og fundarstjórar bjóða upp á fjölbreytt og fróðlegt efni og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Meðal annars er fjallað um svefnvandamál, kynsjúkdóma, bólusetningar, framtíð heilsugæsluhjúkrunar, teymisvinnu, heimafæðingar, málefni innflytjenda og ADHD á öllum aldri.

Fræðadagarnir eru eftir hádegi fimmtudaginn 6. nóvember og allan daginn föstudaginn 7. nóvember. Eins og áður er hægt að vera allan tímann eða hluta tímans. Verðið er óbreytt frá því í fyrra.

Aðalfyrirlesari Fræðadagana að þessu sinni er Dr. Lotte Hvas. Lotte er danskur heimilislæknir og hún ætlar að fjalla um Narrative Medicine. Narrative Medicine er nálgun sem viðurkennir mikilvægi frásagna/bakgrunnsupplýsinga fólks í klínísku starfi, rannsóknum og menntun. Lotte nálgast efnið þannig að það nýtist vel öllu heilbrigðisstarfsfólki enda hafa aðferðir Narrative Medicine mikla þverfaglega skírskotun