Á barnið rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum?

Mynd af frétt Á barnið rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum?
07.01.2014

Frá 1. janúar 2014 eru tannlækningar gjaldfrjálsar utan 2500 kr. árlegs komugjalds fyrir  þriggja ára börn og börn á aldrinum 10 til og með 17 ára. 

Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga er háð því að börnin séu skráð hjá heimilistannlækni og því eru foreldrar hvattir til að skrá barn/börn sín í Réttindagátt Sjúkratrygginga Íslands á www.sjukra.is. Tannlæknar geta einnig séð um skráninguna, sé þess óskað. 

Mælt er með skráningu barns hjá heimilistannlækni við eins árs aldur.

Tannlæknisþjónusta barna verður innleidd í eftirfarandi áföngum til ársins 2018


Samningurinn tekur strax til allra barna í bráðavanda sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður þótt þau falli ekki enn undir ofangreind aldursmörk. Forsenda er samþykki SÍ að undangenginni tilvísun frá heilsugæslu, félagsþjónustu eða barnavernd ásamt umsókn frá tannlækni. Mikilvægt er að barnaverndar- og félagsmálayfirvöld komi framangreindum upplýsingum til skjólstæðinga sinna sem falla undir þessi skilyrði.

Auglýsing – Á barnið þitt rétt á gjaldfrjálsum tannlækningum

Auglýsing - gjaldfrjálsar tannlækningar barna

Einblöðungur - upplýsingar um gjaldfrjálsar tannlækningar barna

  • Nánari upplýsingar á vef Sjúkratrygginga Íslands

Einnig má benda á að upplýsingar um gjaldfrjálsar tannlækningar barna eru til á ensku, pólsku og litháísku.

Free Dental Services for Children - Fríar tannlækningar barna - Enska

Bezpłatne usługi dentystyczne dla dzieci - Fríar tannlækningar barna - Pólska

Nemokamos odontologo paslaugos vaikams - Fríar tannlækningar barna - Litháíska