Fræðadagar heilsugæslunnar 15. -16. nóvember 2012

Mynd af frétt Fræðadagar heilsugæslunnar 15. -16. nóvember 2012
24.04.2012

Fræðadagar heilsugæslunnar verða haldnir 15. -16. nóvember 2012. 

Undirbúningur þingsins er að hefjast og eins og áður er stefnt að því að gera dagskrána sem fjölbreyttasta og að sem flestir taki þátt.

Takið dagana frá og notið vorið og sumarið til að ígrunda virka þátttöku. Dagskráin mun svo mótast snemma í haust.

Heiða Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur Heilsugæslunni Sólvangi verður skipulagsstjóri Fræðadaganna að þessu sinni.

Þróunarstofa heilsugæslunnar hefur umsjón með Fræðadögum heilsugæslunnar sem verða nú haldnir í fjórða sinn og eru þeir greinilega að festast í sessi sem mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í símenntun heilbrigðisstétta í heilsugæslu