BEITING HEGÐUNARVÍSINDA / BEHAVIOURAL AND CULTURAL INSIGHTS (BCI)
Beiting hegðunarvísinda (BCI) í heilsueflingu og forvörnum er eitt af fjórum flaggskipum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar árin 2022-2027.
Í þeirri aðferðafræði er unnið að því að efla notkun gagnreyndra aðferða til að skilja betur og takast á við heilsuhegðun til eflingar á lýðheilsu og er áhersla lögð á rannsóknir, gagnreynt efni, þjálfun og stuðning.
Sjá nánar stutt og áhugaverð kynningarmyndband um BCI.
- Leiðbeiningar um notkun BCI:
- BCI með áherslu á geðheilbrigðismál
Á vefsvæði BCI hjá WHO er að finna meiri upplýsingar um BCI fyrir þá sem vilja nýta sér aðferðir BCI.
Vinnustofa um beitingu hegðunarvísinda til eflingar á lýðheilsu (Behavioural and Cultural Insight, BCI) var haldin í samstarfi Heilbrigðisráðuneytisins, Embætti landlæknis og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu í samvinnu við Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar (WHO) í Kaupmannahöfn þann 22.apríl 2024.
Katrine Back Habersaat, sérfræðingur og sviðstjóri Behavioural and Cultural Insights (BCI) hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni stýrði vinnustofunni.
Þeirri vinnustofu verður fylgt eftir með áframhaldandi samstarfi.