Áhugahvetjandi samtal - Hegðunarbreyting

Helsta forspárgildið fyrir því að vel muni takast hjá fólki að breyta hegðun sinni er hversu mikilvægt það telur hegðunarbreytinguna vera og trú þeirra á eigin getu til hegðunarbreytingar. Því þarf að velja vandlega þær hegðunarbreytingar sem fólk hefur trú á að þeim muni takast að fylgja eftir og að byrja á þeim. 

Mikilvægt er að kynna sér áhuga sjólstæðingsins á að breyta hegðun sinni. Það er gert með samtalsstíl sem byggist á samvinnu og hefur það að markmiði að efla bæði áhugahvöt viðmælandans og skuldbindingu um að breyta. 

Huga þarf að áhugahvöt einstaklingins sem snerta áhrifaþætti á heilsu, svo sem mataræði, líkamlega virkni, andlega færni og líðan, svefn, áfengisvenjur, tóbaksnotkun og meðferðarheldni lyfja. 

 

Hegðunarbreytingarferlið í fimm þrepum

  1. Foríhugunarþrepið        Vill ekki breyta hegðuninni innan sex mánaða
  2. Íhugunarþrepið              Vill breyta hegðuninni innan 1-6 mánaða
  3. Undirbúningsþrepið      Ætlar að breyta hegðuninni innan mánaðar
  4. Framkvæmdaþrepið       Hefur breytt hegðun sinni, skemur en í 6 mánuði
  5. Viðhaldsþrepið                Hefur breytt hegðun sinni, lengur en í 6 mánuði