Hugmyndafræði
Nálgast heilsufar og áhrifaþætti á heilsu heildrænt þar sem leiðarljósið er lífsgæði og jöfnuður. Nálgunin byggir á annars og þriðja stigs forvörnum þar sem farið verður í aðgerðir sem taka mið af öldruðum og einstaklingum með fjölþættan og/eða langvinnan heilsuvanda. Í hvers konar forvarnar- og heilsueflingarstarfi er mikilvægt að tryggja heildræna nálgun með fjölþættum aðgerðum. Aðgerðirnar ganga út á að grunnheilbrigðisþjónustan sé betur í stakk búin til að veita einstaklingum í ofangreindum markhópum heildræna, einstaklingsmiðaða og framvirka þjónustu.
Markmið
Þróa, leiða og samræma heildræna, þverfaglega og framvirka heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða og einstaklinga með fjölþættan og/eða langvinnan heilsuvanda.