Fólk með þroskahömlun hefur hærri tíðni vissra líkamlegra og geðrænna sjúkdóma. Góð heilbrigðisskoðun árlega er líkleg til að leiða til þess að heilsuvandi greinist fyrr og meðferð gangi betur. Alþjóðlegar leiðbeiningar mæla með slíku eftirliti hjá þessum hópi.
Heilsueftirlit fatlaðs fólks
Heilsueftirlit fatlaðs fólks
- Greiningar á grunnvanda, er ástæða til að endurskoða?
- Oftast byggt á ítarlegum rannsóknum og ekki ástæða til endurmats.
- Almennar bólusetningar á 10 ára fresti
- Árleg inflúensubólusetning
- Lungnabólgubólusetning hjá viðkvæmum einstaklingum og eldra fólki
- Fatlað fólk er útsett fyrir allar tegundir ofbeldis; andlegt, líkamlegt og kynferðislegt, í meira mæli en fólk almennt.
- Áhættuþættir eru skert tjáningarfærni, aðgreining frá samfélagi, mikil starfsmannavelta í þjónustu og stofnanatengd búseta.
- Ofbeldi hefur í för með sér ýmis heilsutengd einkenni og ber að hafa í huga.
Lífsstíll - forvarnir - mataræði - tóbak - áfengi - hreyfing:
- Mikilvægt er að stuðla að heilbrigðum lífsháttum.
Víma og fíkn:
- Reykingar eru sjaldgæfari meðal fólks með þroskahömlun/einhverfu en almennt.
- Áfengis- og önnur vímuefnanotkun er sjaldgæfari í þessum hópi en almennt gerist.
- Notkun vímuefna eykur líkur á misnotkun bæði hvað varðar fjármuni sem og ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Engin sérhæfð meðferð er til staðar hér á landi þegar saman fara þroskahömlun og vímuefnavandi en vísað er á hefðbundna meðferðaraðila.
- Stígamót hafa innan sinna vébanda starfsfólk sem hefur sérstaka þjálfun í að sinna fötluðum þolendum kynferðisofbeldis.
- Huga þarf að getnaðarvörnum hjá fötluðum konum sem eru kynferðislega virkar.
- Um krabbameinsskoðanir gilda sömu viðmið fyrir fatlaðar konur og ófatlaðar og rétt að taka legháls-strok hjá fötluðum konum sem eru kynferðislega virkar ef unnt er.
- Þá þarf að huga sérstaklega að kynfræðslu fyrir þennan hóp, bæði konur og karla, með efni á auðskildu máli. Benda má á fræðsluefni hjá Ási styrktarfélagi.
- Ungar stúlkur með þroskahömlun/einhverfu geta átt í erfiðleikum með að ráða við miklar blæðingar. Meðferð með getnaðarvarnarpillu eða getnaðarvarnarsprautu (Depo-Provera) getur verið til gagns fyrir þær. Þá má íhuga uppsetningu á hormónalykkju til að stöðva blæðingar.
- Kvíði er algengur í einhverfu. Breytingar í umhverfi eru líklegar til að valda kvíðaeinkennum. Erfitt atferli oft vísbending um kvíða.
- Líkamleg einkenni kvíða algeng og rétt að hafa í huga.
- Forðast ber benzodiazepin en SSRI gagnleg sem og nýrri kynslóðir neuroleptica (risperdal, aripiprazole).
- Skoða hlustir m.t.t. eyrnamergs, eyrnamergur getur skert heyrn.
- Heyrnarskerðing stundum hluti fötlunar, þá þörf fyrir reglulegt eftirlit.
- Dægurvilla er algeng. Ef alvarleg sjónskerðing eða blinda er til staðar, gefa melatonin.
- Augnlæknisskoðun reglulega ef sjónskerðing, hafa í huga ský á auga (cataract) hjá eldra fólki og yngra fólki með Downs heilkenni.
- Meta tannheilsu, leggja áherslu á góða tannhirðu og reglulegt eftirlit hjá tannlækni.
- Munnsjúkdómar eru stundum tengdir lyfjameðferð (s.s. fenytoin).
- Algengt að fólk með CP fái slitgigt í álagsliði, hafa í huga minnkaða hreyfigetu og verkjatjáningu. Meta þarf þörf fyrir verkjameðferð.
- Verkir frá hálsi og handleggjum hjá einstaklingum með Downs heilkenni geta verið vísbending um hálsliðaóstöðugleika (atlanto-axial) og kalla á mat m.t.t. þess.
- Beinþynningu ber að hafa í huga hjá einstaklingum með skerta hreyfifærni.
- hafa í huga auknar líkur á kæfisvefni og lungnasýkingum ef lág vöðvaspenna.
- Kæfisvefn algengur hjá fólki með Downs heilkenni á öllum aldri.
- Ættarsaga m.t.t. háþrýstings og kransæðasjúkdóma.
- Ef meðfæddir hjartagallar þarf reglulegt eftirlit hjá hjartalækni.
- Breytingar á skjaldkirtilsstarfsemi, of- eða vanstarfsemi. Einkenni oft óljós. Það ber að mæla TSH árlega hjá einstaklingum með Downs heilkenni.
- Sykursýki - tengt offitu og aldri, hærri tíðni ef Downs heilkenni.
- B12 skortur - hafa í huga tengt PPI, sjálfsofnæmissjúkdómum, einhæfu mataræði.
- D-vítamínskortur - markhópurinn almennt ekki líklegur til að sækja í sólböð svo brýnt að taki daglega D-vítamín. Hafa í huga tengt flogalyfjameðferð (fenytoin) - getur þurft meira D-vítamín en almennt.
- Offita er vaxandi vandi hjá fólki með þroskahömlun/einhverfu.
- Tengist lífsstíl - hreyfingarleysi, mataræði en einnig lyfjameðferð s.s. neuroleptiva, þunglyndislyfjum. Eykur líkur á afleiddum heilsuvanda ef ekkert er að gert.
- Afar brýnt er að leggja áherslu á heilbrigðan lífsstíl hjá þessum hópi og forvarnir.
- Meðferð offitu kallar á mikið utanumhald og góða fræðslu.
- Einkenni þvagsýkinga - ekki alltaf skýr saga.
- Hafa lágan þröskuld að athuga þvag ef almennur slappleiki er til staðar.
- Hafa í huga hjá einstaklingi sem sýnir breytta hegðun/atferli og á erfitt með hefðbundna tjáningu.
- Tjáning verkja er ýmiss konar ef máltjáningu skortir. Upplifun fatlaðs fólks á verkjum ekki minni en ófatlaðra þó tjáning sé með öðrum hætti.
- Huga að góðri verkjameðferð ef þörf krefur.
Rannsóknir ef þarf: Muna EMLA deyfikrem til að minnka óþægindi og gera seinni rannsóknir auðveldari.
- Þvagprufa
- Blóðrannsóknir:
- Blóðstatus, CRP, fastandi blóðsykur, HBA1C, lifrarpróf, kreatinin, RSH, B12 og fólinsýra, ferritin - sé járn, blóðfitur, D-vítamín.
- Lyfjamælingar ef ástæða er til.
Einkenni frá meltingarvegi:
- Hægðatregða algeng, huga að forvörnum og virkri meðferð.
- Vélindabakflæði algengt, einkum ef lág vöðvaspenna.
- Hafa í huga milliverkanir, aukaverkanir, þörf fyrir eftirlit með söltum eða lyfjastyrkleika í blóði