Geðheilbrigði aldraðra

    Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu hefur að undanförnu unnið að fræðslu um geðheilsu eldra fólks. Fræðslan er á rafrænu formi og er ætluð starfsfólki hjúkrunarheimila, félagsþjónustu og heilbrigðisstofnana um allt land. 

    Fræðslan er hluti geðheilbrigðisverkefnisins „Heilsuefling í heimabyggð“ sem heilbrigðisráðuneytið veitti fjárheimild til árin 2020/2021.

    Málefnið hefur verið vanrækt og með fjölgun í aldurshópnum er þetta orðið áherslumál hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Erlendis svo sem í Noregi, eru starfandi þekkingarsetur sem sjá um fræðslu starfsfólks sem vinna við aðhlynningu og meðferð eldra fólks þar sem boðið er uppá fyrirlestra og jafnvel námsbrautir fyrir ófaglærða (aldringoghelse.no).
    Fræðslan sem nú er í boði er tilraun til að koma til móts við þörf á slíku fræðslusetri hér heima.

    Efnisyfirlit:

    1. Inngangur (2 hlutar)
    2. Þunglyndi (2 hlutar)
    3. Kvíði
    4. Viðbrögð við kvíða og þunglyndi á hjúkrunarheimilum og í félagsþjónustu (2 hlutar)
    5. Meðferð við kvíða og þunglyndi á heilbrigðisstofnunum (2 hlutar)
    6. Fíkn
    7. Svefn
    8. Ofbeldi
    9. Langvinnir verkir
    10.  Aðstandendur

     

    Glærubók:

    1. hluti - Inngangur A

    2. hluti - Þunglyndi B

    4. hluti - Viðbrögð B

    6. hluti - Fíknivandi

    9. hluti - Langvinnir verkir

    1. hluti - Inngangur B

    3. hluti - Kvíði

    5. hluti - Meðferð A

    7. hluti - Svefn

    10. hluti - Aðstandendur

    2. hluti - Þunglyndi A

    4. hluti - Viðbrögð A

    5. hluti - Meðferð B

    8. hluti - Ofbeldi