Eftirfylgd með konum sem greinst
hafa með heilsuvanda á meðgöngu
Eftirfylgd með konum sem greinst
hafa með heilsuvanda á meðgöngu
ÞÍH hefur gert leiðbeiningar fyrir fagfólk varðandi eftirfylgd eftir fæðingu hjá konum sem greinst hafa með ákveðna sjúkdóma á meðgöngu. Lögð er áhersla á fyrirkomulag sem tryggir sem besta eftirfylgni með framtíðar heilsu konunnar í huga. Leiðbeiningarnar byggja á teymisvinnu og falla að núverandi vinnulagi.
Markmiðið með tillögum ÞÍH að leiðbeiningum á þessu sviði er að bæta skipulag þjónustu heilsugæslunnar við konur með heilsuvanda á meðgöngu og hvetja til að slík þjónusta verði í boði á öllum heilsugæslustöðvum.
|
Heilsufarsvandamál á meðgöngu |
Hjúkrunarfræðingur í ung- og smábarnavernd |
Heilsugæslan < 3 mán |
| Blóðleysi | Viðtal | |
| Háþrýstingur | Mæla blóðþrýsting | Viðtal |
| Offita/Þyngdaraukning | Viðtal | |
| Preeclampsia | Mæla blóðþrýsting | Viðtal |
| Reykingar og önnur fíkn | Skv. leiðbeiningum | |
| Skjaldkirtilssjúkdómur | Viðtal | |
| Sykursýki | Viðtal | |
| Þunglyndi og kvíði | Skv. leiðbeiningum | |
| Aðrir sjúkdómar/lyf | Viðtal |
Ljósmóðir í mæðravernd
- Fylgir eftir sjúkdómum á meðgöngu, oft í samvinnu við aðra fagaðila, s.s. heimilislækna, sérgreinalækna, sálfræðinga
- Býður konunni tíma hjá heimilislækni í síðasta lagi 3 mánuðum eftir fæðingu (samanber lista að ofan)
Hjúkrunarfræðingur í ung- og smábarnavernd
- Hittir konuna þegar barnið er 9 vikna
- Leggur mat á andlega líðan konunnar
- Ræðir um sjúkdóma á meðgöngu
- Blóðþrýstingur mældur, hafi hann verið hár
- Athugað hvort eftirlit er skipulagt. Hafi það misfarist býður hjúkrunarfræðingur viðtal hjá heimilislækni í síðasta lagi 3 mánuðum eftir fæðingu
Heimilislæknir
- Hittir konuna í síðasta lagi 3 mánuðum eftir fæðingu
- Skipuleggur viðeigandi eftirfylgd og/eða þverfagleg úrræði s.s. heilsueflandi móttöku, sálfræðihjálp, hreyfiseðil, blóðrannsóknir eftir því sem við á