Börn sem aðstandendur

  • Veikindi foreldra geta valdið sálrænum erfiðleikum hjá börnum
  • Börn hafa þörf fyrir að vera þátttakendur, að fá réttar og viðeigandi upplýsingar og að á þau sé hlustað
  • Stuðningur við börn í erfiðum aðstæðum getur fyrirbyggt sjúkdóma og stuðlar að velferð þeirra og lífsgæðum
  • Stuðningur við börn í erfiðum aðstæðum hefur jákvæð áhrif á veikt foreldri og fjölskylduna

Í júní 2019 samþykkti Alþingi lög um breytingu á ýmsum lögum vegna réttar barna sem aðstandenda nr. 50/2019(althingi.is). 

Með þessum breytingum öðlast börn sjálfstæðan rétt sem aðstandendur foreldra sem glíma við alvarleg veikindi eða láta lífið. Breytingarnar fela í sér eftirfarandi rétt barna:

  • Að börnum sé tryggður nauðsynlegur stuðningur og ráðgjöf í þessum kringumstæðum.
  • Að réttur barna til að umgangast nána vandamenn sé tryggður sé það til hagsbóta fyrir barnið.
  • Að haft sé frumkvæði að samvinnu við skóla barnsins.


Leyfi forráðamanna: Til þess að hafa samband við aðrar stofnanir þarf leyfi forráðamanna barns þar sem ætið ber að gæta trúnaðar– og þagnarskyldu