Embætti landlæknis hefur gefið út á vefsetri embættisins endurskoðaðar leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd á landsvísu og taka þær gildi frá 9. nóvember 2016. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar fagfólki sem starfar við ung- og smábarnavernd og eru gefnar út í samstarfi við Þróunarsvið heilsugæslunnar.
Helsta nýjung leiðbeininganna er að þær eru nú gefnar út á vefnum sem tólf skoðanir ung- og smábarna sem fara fram frá því á fyrstu dögum eftir fæðingu til fjögurra ára aldurs barnsins. Hver skoðun er kynnt á sérstakri vefsíðu þar sem hægt er að nálgast einstaka verkþætti með rafrænum hætti auk hlekkja á nauðsynleg stuðningsgögn.
Leiðbeingarnar voru unnar í samstarfi fjölmargra sérfræðinga á sviði ung- og smábarnaverndar. Í stýrihópi um gerð leiðbeininganna sátu Jórlaug Heimisdóttir verkefnisstjóri frá Embætti landlæknis og sviðsstjórarnir Sesselja Guðmundsdóttir og Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir frá Þróunarsviði heilsugæslunnar.
Leiðbeiningarnar má nálgast á vef Embætti landlæknis á vefsíðunni Leiðbeiningar um ung- og smábarnavernd.